á endalausu ferðalagi...
|
Hver er ég? Ég heiti Þóra... ...og bý í Danmörku Myndir Aðrir bloggarar! Hann Ágúst minn Andrea Berglind & Óli Berglind Brynhildur Dana & Gústi Erla Erna Freyja Guðrún Henný Mæja & Steini Ólöf & Axel Sigurrós Unnur Helga Þórdís Litla fólkið! Viktor Daði Stefán Konráð Krummi Vigdís Björg Alejandro Egill Ágúst Þór & Stefán Páll |
![]() ![]() Það er liðið ár síðan að Viktor Daði fæddist!! Þetta er bara ótrúlegt og árið hefur liðið frekar hratt. Það sem að litli maðurinn hefur afrekað á einu ári er bara frekar mikið. Hann er alveg að verða búinn að ná jafnöldrum sínum í þroska og allt. Til dæmis fyrir ári síðan á þessum tíma var ég keyrð niður til hans í rúminu mínu þar sem ég átti að vera í rúminu og Viktor var í hitakassa. Ég fékk samt að hafa hann hjá mér á meðan ég var þarna niðri hjá honum. Þá leit hann svona út. Hann hefur sko heldur betur stækkað og dafnað. Læt þetta duga í bili. Þóra ferðalangur Þóra skrifaði.
|